Slagorð fyrirtækis hér
22.02.2014
Framúrskarandi 2013

Það er með miklu stolti sem við tilkynnum að Rafholt er framúrskarandi fyrirtæki árið 2013, en aðeins 1,5% fyrirtækja á Íslandi uppfylla þau skilyrði sem þarf til að teljast til framúrskarandi fyrirtækja.

 Creditinfo vann ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Í ljós kom að af rúmlega 33 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá sýna 462 fyrirtæki þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki“.

 Samkvæmt Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára. Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi sem standast ýmsar efnahagssveiflur.