Slagorð fyrirtækis hér
05.02.2015
Rafholt í hópi fyrirtækja ársins 2014!

Rafholt tók í gær á móti viðurkenningu sem eitt af fyrirtækjum ársins 2014. Nafnbótina hljóta einungis þau fyrirtæki sem standast styrk- og stöðugleikamat Creditinfo. Í ár voru það 577 fyrirtæki af tæplega 33.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem uppfylltu þau skilyrði sem sett eru. Þetta er annað árið í röð sem Rafholt hlýtur nafnbótina.

Þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri, hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, eignir eru metnar á að minnsta kosti 80 milljónir króna og eiginhlutfall er 20% eða hærra svo fá dæmi séu nefnd.

Til gamans má geta að einungis 1.7% íslenskra fyrirtækja uppfylla þessi skilyrði.

Við hjá Rafholt erum afskaplega þakklátir fyrir viðurkenninguna og við munum halda ótrauðir áfram að sinna starfi okkar vel í þágu viðskiptavina.