Slagorđ fyrirtćkis hér
27.10.2015
Fosshótel Jökulsárlón

Rafholt hefur hafið vinnu við 4 stjörnu hótel sem opnað verður á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls árið 2016. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands.

Hótelið verður stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi með yfir 100 herbergi. Þar verða einnig veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Framkvæmdir hófust þann 15.apríl sl. og hafa gengið vonum framar. Hótelið er að parti til uppsteypt en stærsti hluti þess er byggður úr innfluttum timbureiningum. Við smíðina starfa þrjátíu manns eins og er en með haustinu er búist við því að þeim fjölgi í 50-60 manns. Heildarfjárfesting verkefnisins nemur einum og hálfum milljarði.

Rafholt sér um alla raflagnavinnu verkefnisins og munu 6-8 menn starfa þar að jafnaði fram að opnun. Rafholt mun einnig sjá um uppsetningu og forritun á öllum sértækum búnaði s.s. hljóðkerfi og þráðlausu netkerfi af fullkomnustu gerð.