Slagorð fyrirtækis hér
24.05.2016
Rafholt í hópi fyrirtækja ársins 2015!

Rafholt tók í vor á móti viðurkenningu sem eitt af fyrirtækjum ársins 2015. Að þessu sinni komust 682 fyrirtæki á listann af þeim 35.842 sem skráð voru í hlutafélagaskrá eða 1,9% fyrirtækja á listanum. Þetta er þriðja árið í röð sem Rafholt hlýtur nafnbótina. Þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri, hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum, eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð og fyrirtæki þurfa að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð svo fá dæmi séu nefnd.

Enn og aftur erum við hjá Rafholti afskaplega þakklátir fyrir viðurkenninguna og munum halda ótrauðir áfram að sinna starfi okkar vel í þágu viðskiptavina.

Næst á dagskrá fyrirtækisins er að ganga í gegnum C vottun Samtaka Iðnaðarins. Vottanirnar skilgreina þau fyrirtæki sem hafa náð fullum tökum á því sem kalla má góð stjórnun. Rafholt hefur tileinkað sér LEAN straumlínustjórnun þar sem markmið fyrirtækisins eru sett fram á einfaldan og skýran hátt ásamt áætlun um það hvernig við ætlum að halda stefnu. Við erum sífellt að endurmeta aðferðir og aðkomu okkar að þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur með það fyrir augum að tryggja að ferlin verði áreiðanlegri, skilvirkari og rekjanlegri. Við höfum fundið út að með skilvirkri stjórnun og virku umbótastarfi má bæta þjónustu, lækka kostnað og minnka sóun.

Ánægðir viðskiptavinir byggja áreiðanlegri langtímasambönd.

 

 

Borgþór Grétarsson, skrifstofu- og gæðastjóri Rafholts