Slagorð fyrirtækis hér
15.11.2017
H&M í Smáralind

Rafholt ehf. lauk nýverið við að standsetja nýja H&M verslun í Smáralind. Verkefnið var umfangsmikið og framkvæmdir flóknar. Rafholt sá um öll helstu kerfi verslunarinnar ásamt því að þjóna hlutverki ráðgjafa.

Verslunin er 4000 m2 að stærð og mun vera flaggskip sænsku keðjunnar.

Sett voru upp meira en 2000 ljós og allt sýnilegt raflagnaefni í versluninni sérstaklega sprautað til að falla betur að umhverfinu. Mikil vinna var lögð í nákvæmni og vönduð vinnubrögð.

Í lok dags er verslunin ein sú glæsilegasta H&M verslun í heiminum. Samkvæmt upplýsingum aðalverktaka verkefnisins, ÍAV, að þá skoraði verslunin 100 stig í gæðavottun risans og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkur árangur næst.  

Sjá opnun verslunarinnar á vef H&M

Myndin sem prýðir fréttina má sjá á vef Viðskiptablaðsins undir meðfylgjandi slóð.