Slagorð fyrirtækis hér
Loftnetaþjónusta

Hjá Rafholti starfar öflug sveit á loftnets- og fjarskiptasviði. Deildin býr yfir öflugum tækjabúnaði til að klára verkefni við erfiðar aðstæður s.s. fjallajeppa og tvo vélsleða ásamt því að vera í góðum samskiptum við fagaðila úti á landi ef verkefni krefjast sérhæfðari tækja s.s. snjóbíla eða krana. Meginþungi deildarinnar er viðhald og þjónusta við sendastaði í rekstri. Áætlaðar ferðir eru skipulagðar og auglýstar til hagsmunaaðila sem deila heildarkostnaði ferðar í takt við umfang. Verkefni eru ávallt unnin undir 100% trúnaðarskyldu og fullu hlutleysi í garð allra samkeppnisaðila.

Verkefni geta verið unnin undir skilmálum þjónustusamnings, útboði eða á útkallstaxta. Rafholt sinnir útkallsþjónustu allan sólarhringinn, allan ársins hring.

Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir sérhæfðum aðilum á sviði verktöku á fjarskiptasviði aukist til muna og árið 2009 tók Rafholt yfir alla þjónustu við viðskiptavini Mílu á Suðurnesjum. Viðskiptavinir loftnetadeildar Rafholts eru öll helstu fjarskiptafyrirtæki landsins.