Bleikur föstudagur.

Undanfarin ár hefur Rafholt styrkt Krabbameinsfélagið í tengslum við átakið „Bleika slaufan“. Í ár klæddust starfsmenn bleikum bol og fékk Krabbameinsfélagið ákveðna upphæð greidda með hverjum bol sem fólk klæddist.

Við þökkum starfsfólki okkar kærlega fyrir góð viðbrögð.