Flugstöð Leifs Eiríkssonar - Rafkerfi fyrir stækkun norðurbyggingar til austurs

Tilboð Rafholts vegna stækkunar norðurbyggingar til austurs á Keflavíkurflugvelli var talið hagstæðast að mati verkkaupa.

Verkefnið felur í sér alla vinnu við raf- og tæknikerfi byggingarinnar sem er í heild 21.000m2. Byggingin skiptist í djúpan steyptan kjallara og þrjár hæðir þar fyrir ofan þar sem megin burðarvirki efri hæða er úr stáli. Á jarðhæð verður komið fyrir nýju og afkastamiklu farangursmóttökukerfi, komusalur verður mun rýmri og fríhöfnin stækkar. Á annarri hæð verður til nýtt verslunar- og þjónusturými og biðsvæði farþega stækkar umtalsvert.

Starfsfólk Rafholts hóf vinnu við raflagnir í kjallara í byrjun september 2022 og eru fyrirhuguð verklok í nóvember 2023.