Gosstöðvarnar ljósleiðaravæddar

Eins og alþjóð veit að þá er eldgosið í Geldingadölum mikið sjónarspil og í dag afskaplega vinsæll staður meðal ferðalanga. Til þess að auðvelda fjarskiptafyrirtækjum að sinna ferðalöngum og til að tryggja fjarskiptaöryggi á svæðinu hefur Rafholt ehf. í samstarfi við Mílu hafið vinnu við að blása ljósleiðara frá Grindavík og að bílastæðinu við gosstöðvarnar.