Iðnnemar Rafholts fyrstir til að undirrita rafræna iðnámssamninga

Þann 26.ágúst síðastliðinn undirrituðu tveir starfsmenn Rafholts rafræna iðnámssamninga og mörkuðu þar með tímamót í iðnnámi á Íslandi. Þau Máney Eva Einarsdóttir og Jón Freyr Eyþórsson undirrituðu rafræna námssamninga ásamt Helga Rafnssyni, Lilju Alfreðsdóttir og Guðrúnu Randalín Lárusdóttir með viðhöfn á skrifstofu Rafholts. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðherruneytinu að þá er ferilbókin tákngervingur grundvallarbreytinga í iðnnámi og síðasta púslið í iðnbyltingunni sem hafi átt sér stað á kjörtímabilinu. Rafholt hefur í nokkurn tíma tekið þátt í þróun ferilbókarinnar og við gætum ekki verið ánægðari með endanlega afurð. Samkvæmt Sigurði Hannessyni frá Samtökum Iðnaðarins að þá mun ferilbókin valda byltingu við framkvæmd vinnustaðanáms. Markaðurinn hafi lengi kallað eftir betra skipulagi og meiri eftirfylgni.

Frétt á vef Samtaka atvinnulífsins má finna hér

Stutt myndskeið frá viðburðinu má finna hér