Rafholt áfram bakhjarl knattspyrnudeildar Njarðvíkur

Rafholt ehf. og Knattspyrnudeild Njarðvíkur hafa framlengt samning sín á milli fyrir tímabilið 2021. Samningurinn tryggir það að Rafholt verður áfram í hópi sterkustu bakhjarla deildarinnar og mun völlur félagsins áfram bera nafnið Rafholtsvöllurinn.

Rúnar Kjartan Jónsson frá Rafholti og Gylfi Þór Gylfason formaður knattspyrnudeildar undirrituðu samninginn 26.febrúar sl.

Verkefnið er partur af samfélagslegri ábyrgð Rafholts ehf. þar sem stutt er dyggilega við bakið á íþróttastarfi, hvatt er til hreyfingar og holls mataræðis til bættrar lýðheilsu.