Creditinfo 2018

Rafholt ehf. hefur verið valið á lista framúrskarandi fyrirtækja 2018 samkvæmt styrk- og stöðugleikamati Creditinfo og er á meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf. Þetta er í sjötta skiptið sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu eða samfellt frá árinu 2013.

Fyrirtækið er á meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði Creditinfo og hljóta þessa viðurkenningu en fyrirtækið var í 159. sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. Af tæplega 41 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá uppfylla 857 fyrirtæki skilyrði Creditinfo. Við mat er horft til þriggja ára tímabils og þurfa skilyrðin að vera uppfyllt öll árin.

Við hjá Rafholti erum afar stoltir af viðurkenningunni og viljum nota tækifærið til að þakka starfsfólki og viðskiptavinum sínum fyrir það traust sem fyrirtækinu hefur verið sýnt.