Stapaskóli Reykjanesbæ verklok

Rafholt ehf. er að leggja lokahönd á byggingu Stapaskóla í innri-Njarðvík og hefur fyrsti áfangi nú þegar verið tekin í notkun.

Stapaskóli er heildstæður skóli með 65 nemendur á leikskólastigi frá átján mánaða aldri og 265 nemendur á grunnskólastigi. Nýlega var matsalur opnaður og í síðustu viku var eldhús tilbúið. Aðalinngangur skólans verður tekin í notkun á næstu vikum en í næstu áföngum verða íþróttahús og sundlaug og bygging fyrir leikskólastigið.

Stapaskóli er tæknivæddur og þar eru ekki hefðbundin kennaraborð, töflur og nemendur sitja ekki við hefðbundin borð og stóla. Risaskjáir, gerðir úr níu minni tölvuskjám, eru á sérstökum hringsvæðum.

Lögð hefur verið mikil áhersla á samspil raflýsingar og náttúrulegrar birtu. Skólinn er bæði sjónrænt aðlaðandi og vinalegur.