Sunnusmári 24

201 Smári er nýtt og glæsilegt borgarhverfi með um 675 íbúðum ásamt verslun og þjónustu sunnan Smáralindar í Kópavogi. Rafholt er með samning um fyrstu 3 blokkirnar og heildarsamning um raflagnahönnun hverfisins. Núna í febrúar 2019 voru fyrstu íbúðirnar afhentar í Sunnusmára 24 og í beinu framhaldi verða íbúðir afhentar í Sunnusmára 26.

Verkefnið hefur gengið vel og er á áætlun. Rafholt sinnir allri raflagnahönnun í samstarfi við verkfræðistofuna Verkhönnun.

Fasteignaþróunarfélagið Klasi hefur unnið að verkefninu frá 2014 og sér ÍAV um stýriverktöku.