Gróska CCP

Rafholt ehf. hefur lokið framkvæmdum við nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar tölvuleikjaframleiðandans CCP staðsettar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Um var að ræða nokkuð umfangsmikið verkefni og sem dæmi má nefna að þá fóru alls 80 km af fjarskiptastrengjum í verkefnið. Lagnavinna gekk vonum framar og hefur framleiðandi kerfisins ákveðið að votta það og ábyrgjast til 25 ára. Verkið hófst árið 2018 og mun ljúka að fullu árið 2020.