Stapaskóli Reykjanesbæ

Nú er í fullum gangi framkvæmdir við Stapaskóla í innri Njarðvíkurhverfi í Reykjanesbæ. Byggingin myndar heilstæðan skóla sem er allt í senn, leik- og grunnskóli, frístunda- og tónlistarskóli, bókasafn, menningar- og félagsmiðstöð hverfisins. Rafholt ehf. sér um alla raflagnavinnu. Aðalverktaki er Eykt ehf.