Harpa tónlistarhús

Harpa er tónlistar- og ráðstefnumiðstöð í eigu okkar íslendinga. Húsið var tekið í notkun í maí 2011 en framkvæmdir stóðu yfir frá 2007 með hléum. Verkefnið fól í sér öll hússtjórnarkerfi og lýsingu í hjúp. Hússtjórnarkerfi Hörpu vann Rafholt í samstarfi við Iðnaðartækni ehf.

Harpa var hönnuð af teiknistofu Henning Larsen í Kaupmannahöfn og Batteríinu Arkitektastofu. Glerhjúpurinn var hannaður af Ólafi Elíassyni í samstarfi við fyrrgreinda hönnuði. Frá því húsið var tekið í notkun hefur það hlotið margar tilnefningar og hlotið mörg verðlaun fyrir hönnun, útlit og framkvæmd. Rafholt hlaut verðlaun Lagnafélags Íslands fyrir lofsamlegt lagnaverk. Í húsinu eru til að mynda nítján aðskilin loftræstikerfi og allar lagnir, aðrar en slökkvikerfi, eru festar með hljóðdeyfandi gormafestingum við burðarvirki hússins.   

Harpa tónlistarhús

Harpa tónlistarhús

Harpa tónlistarhús
Harpa tónlistarhús
Harpa tónlistarhús
Harpa tónlistarhús