Skip to main content

Persónuverndarstefna

 

Rafholt er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem félagið er með undir höndum hverju sinni. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Í stefnunni kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og meðferð þeirra.

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

Rafholt vinnur með persónuupplýsingar sem veittar eru félaginu sem ábyrgðaraðili. Markmið okkar er að starfsfólk, viðskiptvinir, birgjar og aðrir einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig félagið safnar og vinnur persónuupplýsingar. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu félagsins, rafholt.is.

 

Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga

Rafholt safnar persónuupplýsingum um starfsfólk, viðskiptavini og birgja sem félaginu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur.

Rafholt safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita þjónustu. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er möguleiki að Rafholt geti ekki veitt umbeðna þjónustu.

 

Öryggi og vistun gagna

Rafholt leggur áherslu á að tryggja varðveislu persónuupplýsinga með viðeigandi tæknilegum öryggisráðstöfunum.

Rafholt vistar persónuupplýsingar og aðrar upplýsingar í tölvukerfum félagsins sem eru aðgangsstýrð eða öðrum kerfum sem eru í viðurkenndri hýsingu.

Rafholt nýtir ekki persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þeirra var aflað og afhendir ekki þriðja aðila, nema á grundvelli lagaheimildar (t.d. lögreglu), stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar, skriflegs vinnslusamnings eða samþykkis starfsmanns. Rafholt áskilur sér þó rétt til að afhenda þriðja aðila ópersónugreinanlegar upplýsingar í lögmætum tilgangi.

 

Varðveislutími

Persónuupplýsingar eru varðveittar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessarar stefnu um persónuvernd nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður skv. lögum. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.