Framúrskarandi

Við hjá Rafholti ehf. leggjum áherslu á að við séum traustsins verðugir, stöndum undir ábyrgð og sýnum áreiðanleika gagnvart kúnnum og starfsfólki. Stærsti auður fyrirtækisins felst í starfsfólkinu - þekkingu þess og reynslu. Allir starfsmenn njóta jafnréttis, óháð kyni, uppruna eða trú.

Undanfarin 20 ár hefur fyrirtækið tekið stefnuna á að vera bæði leiðandi og framsækið á markaði án þess þó að missa þá persónulegu þjónustu sem við teljum okkur veita viðskiptavinum okkar. Við erum þar af leiðandi afar stoltir af því að tilheyra flokki framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo. Á hverju ári hlýtur einungis lítil prósenta af fyrirtækjum á Íslandi þessa viðurkenningu. Til þess að hljóta viðurkenningu þurfa fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1-3, sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð, eiginfjárhlutfall þarf að lágmarki að vera 20% þrjú rekstrarár í röð, eignir þurfa að minnsta kosti að nema 80 milljónum þrjú ár í röð og framkvæmdastjóri þarf að vera skráður í hlutafélagaskrá. Þar að auki þarf fyrirtækið að vera virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.

Árið 2021 var níunda árið sem Rafholt ehf. vermir sæti á listanum og markmiðið er að vera þar einnig að ári.