Framúrskarandi
Rafholt er 20 ára framsækið fyrirtæki sem hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum.
Við hjá Rafholti leggjum áherslu á að gera það sem í okkar valdi stendur til að skapa okkur gott orðspor og traust hjá viðskiptavinum, starfsfólki og í samfélaginu í heild. Stærsti auður fyrirtækisins felst í starfsfólkinu, þekkingu þess og reynslu. Allir starfsmenn njóta jafnréttis, óháð kyni, uppruna og trú.
Við erum stolt af því að tilheyra hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo. Á hverju ári hlýtur einungis lítið hlutfall af fyrirtækjum þessa viðurkenningu. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum. Til þess að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Fyrirtækið þarf að vera virkt skv. skilgreiningu Creditinfo, vera með skráðan framkvæmdastjóra í fyrirtækjaskrá RSK, vera í lánshæfisflokki 1-3 og hafa skilað ársreikningi á réttum tíma lögum samkvæmt til RSK síðustu þrjú ár. Það eru einnig fjárhagslegir mælikvarðar sem eiga við síðustu þrjú ár en þeir eru að rekstrartekjur séu að lágmarki 50 milljónir króna (ef rekstrartekjur fara yfir 10 milljarða þarf að fylla út spurningarlista um sjálfbærni), jákvæður rekstrarhagnaður (EBIT), jákvæð ársniðurstaða, a.m.k. 20% eiginfjárhlutfall og að eignir séu a.m.k. 100 milljónir króna.
Árið 2022 var tíunda árið sem Rafholt vermir sæti á listanum og stefnum við á að vera þar áfram.