The Retreat at Blue Lagoon

The Retreat at Blue Lagoon er 5 stjörnu hótel í eigu Bláa Lónsins. Verkefnið fól í sér stækkun á upplifunarsvæði lónsins, byggingu hótels, veitingastaðar og heilsulind. Verkefnið hófst árið 2014 og lauk sumarið 2018.

Skoða nánar

Harpa tónlistarhús

Harpa er tónlistar- og ráðstefnumiðstöð í eigu okkar íslendinga. Húsið var tekið í notkun í maí 2011 en framkvæmdir stóðu yfir frá 2007 með hléum. Verkefnið fól í sér öll hússtjórnarkerfi og lýsingu í hjúp. Hússtjórnarkerfi Hörpu vann Rafholt í samstarfi við Iðnaðartækni ehf.

Skoða nánar

Verne Global

Verne Global er gagnaver staðsett á gamla varnarliðsvæðinu í Keflavík. Verkefnið fól í sér allar almennar raflagnir í þriðja og fjórða áfanga gagnaversins. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk 2018.

Skoða nánar

Sýn - Suðurlandsbraut 8

Suðurlandsbraut 8 er í eigu Eikar fasteignafélags og er í dag nýjar höfuðstöðvar Sýnar hf. Verkefnið fól í sér endurbætur á öllum hæðum byggingarinnar samkvæmt kröfum Sýnar. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk sumarið 2018.

Skoða nánar

Centerhótel Midgardur

Annar áfangi hótelsins þar sem 107 herbergjum var bætt við eldri álmu. Hótelið opnaði 2017. Rafholt ehf. sá um allar almennar raflagnir.

Fosshótel Jökulsárlón

Nýtt fjögurra stjörnu hótel á Hnappavöllum á suð-austurlandi. Hótelið opnaði 2016. Rafholt ehf. sá um allar almennar raflagnir.