Suðurhraun 3 - Vegagerðin
Rafholt ehf. hefur samið við ÍAV um byggingu nýrra höfuðstöðva Vegagerðarinnar við Suðurhraun í Garðabæ. Eigandi húsnæðisins er Reginn og er Rafholt ehf. með öll helstu rafkerfi. Áætluð verklok eru í mars 2021.
The Retreat at Blue Lagoon er 5 stjörnu hótel í eigu Bláa Lónsins. Verkefnið fól í sér stækkun á upplifunarsvæði lónsins, byggingu hótels, veitingastaðar og heilsulind. Verkefnið hófst árið 2014 og lauk sumarið 2018.
Skoða nánarHarpa er tónlistar- og ráðstefnumiðstöð í eigu okkar íslendinga. Húsið var tekið í notkun í maí 2011 en framkvæmdir stóðu yfir frá 2007 með hléum. Verkefnið fól í sér öll hússtjórnarkerfi og lýsingu í hjúp. Hússtjórnarkerfi Hörpu vann Rafholt í samstarfi við Iðnaðartækni ehf.
Skoða nánarVerne Global er gagnaver staðsett á gamla varnarliðsvæðinu í Keflavík. Verkefnið fól í sér allar almennar raflagnir í þriðja og fjórða áfanga gagnaversins. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk 2018.
Skoða nánarSuðurlandsbraut 8 er í eigu Eikar fasteignafélags og er í dag nýjar höfuðstöðvar Sýnar hf. Verkefnið fól í sér endurbætur á öllum hæðum byggingarinnar samkvæmt kröfum Sýnar. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk sumarið 2018.
Skoða nánarRafholt ehf. hefur samið við ÍAV um byggingu nýrra höfuðstöðva Vegagerðarinnar við Suðurhraun í Garðabæ. Eigandi húsnæðisins er Reginn og er Rafholt ehf. með öll helstu rafkerfi. Áætluð verklok eru í mars 2021.
Urriðaholtsstræti 44-74 eru raðhúsalengjur í austurhluta Urriðaholts hverfisins í Garðabæ. Raðhúsin standa saman af átta húsum sem mynda sextán húsasamfellu á lóð. Allt efnisval er valið með umhverfisáhrif í huga og er verkefnið Svansvottað. Framkvæmdaraðili er Beka. Rafholt sér um allar raflagnir. Áætluð verklok eru á vormánuðum 2021.
Rafholt ehf. framkvæmir nú stækkun á gagnaveri fyrir Verne Global að Ásbrú í Reykjanesbæ. Um er að ræða framkvæmdir við 4 nýja gagnasali eða samtals um 4 MW. Rafholt ehf. sinnir allri almennri raflagnavinnu. Aðalverktaki er Mannverk ehf.
Nú er í fullum gangi framkvæmdir við Stapaskóla í innri Njarðvíkurhverfi í Reykjanesbæ. Byggingin myndar heilstæðan skóla sem er allt í senn, leik- og grunnskóli, frístunda- og tónlistarskóli, bókasafn, menningar- og félagsmiðstöð hverfisins. Rafholt ehf. sér um alla raflagnavinnu. Aðalverktaki er Eykt ehf.
Framkvæmdir eru hafnar vegna stækkunar Gamla Garðs. Við stúdentagarðinn bætast tvær þriggja hæða viðbyggingar með tengigangi og kjallara. Rafholt ehf. mun sinna allri raflagnavinnu á svæðinu. Aðalverktaki er Ístak hf.
Rafholt ehf. hefur skilað af sér fyrstu áföngum af íbúðum í nýju hverfi sunnan við Smáralind í Kópavogi. Hverfið ber nafnið 201 Smári og nær það yfir 650 íbúðir. JÁ Verk hefur tekið við verkefninu sem aðalverktaki og hefur hann nú þegar samið við Rafholt ehf. um næstu áfanga.
Rafholt ehf. hefur lokið framkvæmdum við nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar tölvuleikjaframleiðandans CCP staðsettar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Um var að ræða nokkuð umfangsmikið verkefni og sem dæmi má nefna að þá fóru alls 80 km af fjarskiptastrengjum í verkefnið. Lagnavinna gekk vonum framar og hefur framleiðandi kerfisins ákveðið að votta það og ábyrgjast til 25 ára. Verkið hófst árið 2018 og mun ljúka að fullu árið 2020.
Við Sæmundargötu 21 stendur stærsti stúdentagarður sinnar tegundar á Íslandi. Húsið hýsir rúmlega 250 leigueiningar en húsið sjálft er um 13.000 fm. Aðalverktaki var Ístak og sá Rafholt ehf. um alla raflagnavinnu. Framkvæmdir stóðu yfir frá 2017 til 2020.
Nýtt 36 íbúða fjölbýlishús í miðbæ Reykjavíkur. Rafholt ehf. sá um allar almennar raflagnir.
Annar áfangi hótelsins þar sem 107 herbergjum var bætt við eldri álmu. Hótelið opnaði 2017. Rafholt ehf. sá um allar almennar raflagnir.
Nýtt fjögurra stjörnu hótel á Hnappavöllum á suð-austurlandi. Hótelið opnaði 2016. Rafholt ehf. sá um allar almennar raflagnir.