Rafholt boðaði til starfsmannafunda á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu í lok síðustu viku.
Fyrir fundina var ákveðið að styrkja baráttuverkefni Krabbameinsfélagsins Mottumars, sem er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.
Þar sem búið var að boða starfsmenn til funda þá nýttum við tækifærið og afhentum öllum boli með merki átaksins og skoruðum á þá að klæðast þeim á Mottumarsdaginn sem er þann 20. mars.
Rafholt sýnir stuðning í verki með því að halda á lofti merki átaksins.