Rafholt gefur öllum starfsmönnum kost á því að sækja námskeið í skyndihjálp í janúar og febrúar.
Námskeiðin munu fara fram á vinnutíma og fá þátttakendur greidd laun á meðan á námskeiði stendur.
Námskeiðin eru sett upp í samvinnu við Rafmennt.
Efnistök eru:
- Grunndvallareglur skyndihjálpar
- Frumskoðun
- Bráðatilfelli / Skyndileg veikindi
- Endurlífgun og hjartastuðtæki
- Aðskotahlutur í hálsi
- Sár og blæðingar
- Lost
- Brunasár
- Sykursýki
- Flog og krampar
Á námskeiðinu er meðal annars farið í endurlífgun og viðbrögð við bráðaveikindum auk umfjöllunar um helstu viðbrögð við algengum áverkum.