Iceland Parliament Hótel við Austurvöll er nýtt glæsilegt hótel í keðju Curio by Hilton og rekið af Iceland Hotel Collection. Fyrstu gestir dvöldust þar um síðustu áramót og markar það tímamót í verkefni sem hófst 2015. Þegar framkvæmdum lýkur að þá mun hótelið telja 163 herbergi, glæsilega heilsulind, veitingastaðinn Hjá Jóni, Telebar, Gamla Sjálfstæðissalinn, Gamla Kvennaskólann og fundarsali.
Næsti áfangi verkefnisins snýr að því að klára 18 herbergja stækkun og frágang að húsum við Aðalstræti 7 og Vesturgötu 4 ásamt millibyggingum. Rafholt ehf. hefur séð um nánast alla verkþætti tengdum raflögnum á reitnum að undanskildum hússtjórnarkerfum.
Aðalhönnuður og eftirlit hefur verið á höndum THG.