Skip to main content

Framtakssjóðurinn Aldir I slhf. hefur fest kaup á 70% hlut í  Rafholti ehf. Stofnendur og lykilstarfsmenn munu halda eftir 30% eignarhlut og starfa með sjóðnum að frekari uppbyggingu félagsins. KPMG var ráðgjafi seljenda í viðskiptunum.

„Með tilkomu nýrra fjárfesta skapast tækifæri til að þróa fyrirtækið frekar í samvinnu við starfsfólk þess með það að markmiði að mæta sífellt auknum kröfum viðskiptavina um heildstæða og áreiðanlega þjónustu,“ segir í tilkynningu Rafholts og Alda í Viðskiptablaðinu.

Við hjá Rafholt erum spennt fyrir samstarfinu og teljum að það marki kaflaskil í sögu félagsins, þar sem lagður er grunnur að áframhaldandi vexti og aukinni þjónustu við viðskiptavini.