Hluti af aðkomu Rafholts að Iceland Parliament hótelinu við Austurvöll var endurbygging gamla Sjálfstæðissalarins (fyrrum Nasa og Sigtún) og Gamla Kvennaskólans.
Verkefnið var krefjandi og skemmtilegt þar sem bæði ytra og innra byrði bygginganna er friðað.
Starfsmenn Rafholts tóku verkið út og héldu árshátíð í maí sl. og nutu fordrykkjar í Gamla Kvennaskólanum og færðu sig svo yfir í gamla Sjálfstæðissalinn þar sem þeir nutu borðhalds og skemmtunar.
Þess má geta að allt var til fyrirmyndar – matur, þjónusta og viðmót starfsfólks. Við mælum hiklaust með þessum sal til hátíðarbrigða.