Skip to main content

Rafholt ehf. skilaði nýverið af sér verkefni fyrir nýjar höfuðstöðvar CCP í Grósku Vatnsmýri. Allar fjarskiptalagnir uppfylla CAT6a fjarskiptastaðal og var verkefnið nokkuð umfangsmikið. Um er að ræða 3000 tengienda og rúmlega 80 km af tölvustreng.

Framleiðandi búnaðarins, BKT Elektroniks, vottaði verkið og veitti 25 ára framleiðsluábyrgð.

Verkið undirstrikar þá stefnu fyrirtækisins að skila öllum verkefnum af sér af mikilli fagmennsku sem er bæði starfsmönnum og verkkaupa til sóma.