Það gleður okkur að tilkynna að iCert hefur tekið ákvörðun um að veita Rafholt ehf. vottun á að jafnlaunakerfi félagsins uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Skv. lögum þá þurfa öll fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn að öðlast vottun.
Við fengum ráðgjafarfyrirtækið Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. til að aðstoða okkur við undirbúninginn og faggiltu vottunarstofuna, iCert ehf. til að taka ferlið út.
Við hjá Rafholt ehf. erum stolt að því að vottunin sé í höfn enda leggjum við metnað okkar í að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Jafnlaunastefna Rafholts tekur til allra starfsmanna innan fyrirtækisins.