Hilton Parliament

Iceland Parliament Hotel, Curio Colltection by Hilton

Iceland Parliament Hótel við Austurvöll er nýtt glæsilegt hótel í keðju Curio by Hilton og rekið af Iceland Hotel Collection. Fyrstu gestir dvöldust þar um áramótin 2022-2023 og markaði það tímamót í verkefni sem hófst 2015. Þegar framkvæmdum lýkur að þá mun hótelið telja 168 herbergi – þar af 2 fallegar svítur, glæsilega heilsulind, veitingastaðinn Hjá Jóni, Telebar, Gamla Sjálfstæðissalinn, Gamla Kvennaskólann og fundarsali. Hótelið telur 7 byggingar, þar af þrjár sögufrægar byggingar og er samtals um 11 þúsund fermetrar.

Næsti áfangi verkefnisins snýr að því að klára húsin við Aðalstræti 7 og Vesturgötu 4 ásamt millibyggingum. Rafholt ehf. hefur séð um nánast alla verkþætti tengdum raflögnum á reitnum að undanskildum hússtjórnarkerfum.

Fasteignarþróunarfélagið Lindarvatn sá um framkvæmdir en aðalhönnuður og eftirlit hefur verið á höndum THG.