Undanfarnar vikur hafa starfsmenn Rafholts unnið fjölda verka í, og við, Grindavík til að tryggja innviði fjarskipta á svæðinu fyrir Mílu.
Meðal verka sem Rafholt hefur komið að er lögn ljósleiðara frá Svartsengi til Grindavíkur ásamt því að vinna að fjölda bilana á fjarskiptakefi.
Síðastliðna helgi fóru starfsmenn Rafholts uppá Þorbjörn og fylltu olíu varaaflstöð Mílu til að halda henni gangandi.
Starfsmenn Rafholts eru í viðbragðsteymi Mílu og standa vaktina fyrir Grindvíkinga.