Skip to main content

Siðareglur

 

Rafholt hefur sett siðareglur sem ná til allrar starfsemi félagsins og gilda fyrir alla starfsmenn, verktaka og stjórn félagsins. Siðareglunum er ætlað að leiðbeina við framkvæmd daglegra starfa með hagsmuni Rafholts að leiðarljósi.

Siðareglurnar skulu vera aðgengilegar á vef fyrirtækisins (rafholt.is). Brot á siðareglum getur leitt til áminningar eða uppsagnar eftir atvikum. Öll vafatilvik skulu borin undir framkvæmdastjóra.

Mannréttindi og samskipti

  • Við tileinkum okkur heiðarleg samskipti og komum fram af virðingu við samstarfsmenn, birgja og viðskiptavini.
  • Við kappkostum að því að skapa starfsumhverfi sem einkennist af jafnrétti, umburðarlyndi og gagnkvæmri virðingu. Við höfum gert jafnréttisáætlun, sett stefnu um einelti, kynferðislega – og kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustað og viðbragðsáætlun ef slík mál koma upp. Rafholt hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST: 85:2012 og heimild frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.
  • Við leggjum áherslu á að vinnuumhverfi sé heilsusamlegt og öruggt. Við gerum hvað við getum til að koma í veg fyrir slysahættu og sjáum starfsfólki fyrir viðeigandi búnaði og þjálfun. Við sjáum til þess að starfsmenn okkar og undirverktakar séu slysatryggðir.
  • Við virðum rétt starfsfólks til félagafrelsis og gerð kjarasamninga. Réttur starfsmanna og launagreiðslur eru byggðar á kjarasamningum.
  • Við tryggjum að vinna sem er unnin af starfsfólki sé unnin án nauðungar og að starfsmönnum sé heimilt að segja upp vinnu sinni með lögbundnum fyrirvara.
  • Börn undir 15 ára sem ekki hafa lokið skyldunámi eru ekki ráðin í vinnu.
  • Börn undir lögaldri eru ekki ráðin til að framkvæma vinnu sem er hættuleg eða skaðleg heilsu þeirra.

Umhverfismál

  • Við leggjum áherslu á að vera meðvituð um umhverfismál og leitumst við að draga úr umhverfisáhrifum með margvíslegum hætti. Sjá, Umhverfis- og sjálfbærnistefna og samfélagsleg ábyrgð – Rafholt ehf.

Viðskiptahættir og viðskiptasiðferði

  • Við fylgjum lögum og reglugerðum sem eiga við um starfsemi fyrirtækisins.
  • Við stundum viðurkennda viðskiptahætti og seljum vörur og þjónustu í krafti eigin kosta og gæða og góðrar þjónustu.
  • Við vinnum gegn spillingu, þar með talið peningaþvætti, samkeppnishömlum, mútum, kúgun og fjársvikum.
  • Við forðumst hagsmunaárekstra og gerum hvað í okkar valdi stendur til að skapa sameiginlegt virði fyrir alla hagsmunaaðila og samfélagið í heild.
  • Við virðum trúnað og þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptavina og birgja og nýtum ekki upplýsingar sem við fáum í störfum okkar í eigin þágu eða í þágu tengdra aðila.