Austurálma Keflavíkurflugvallar opnar formlega þann 20. mars næstkomandi.
Framkvæmdir hófust í júní 2021 og hófst verkhluti Rafholts í ágúst 2022.
Með þessari viðbót stækkar flugstöðin um 30%, en helstu atriði framkvæmdarinnar eru:
- 25.000 fermetra viðbygging
- 6 ný brottfararhlið, þar af 4 með landgöngubrúm
- 22.000 flughlað og fjögur flugvélastæði
- BREEAM-vottuð bygging í samræmi við sjálfbærnistefnu Isavia
Austurálman er mesta stækkun flugstöðvarinnar frá opnun hennar og markar nýtt tímabil í þjónustu við farþega og flugrekendur.

