Skip to main content

Rafholt ehf. er að leggja lokahönd á byggingu Stapaskóla í innri-Njarðvík og hefur fyrsti áfangi nú þegar verið tekin í notkun.

Stapaskóli er heildstæður skóli með 65 nemendur á leikskólastigi frá átján mánaða aldri og 265 nemendur á grunnskólastigi. Stapaskóli er tæknivæddur og þar eru ekki hefðbundin kennaraborð, töflur og nemendur sitja ekki við hefðbundin borð og stóla. Risaskjáir, gerðir úr níu minni tölvuskjám, eru á sérstökum hringsvæðum.

Lögð hefur verið mikil áhersla á samspil raflýsingar og náttúrulegrar birtu. Skólinn er bæði sjónrænt aðlaðandi og vinalegur.