Gegnum tíðina hefur mikill fjöldi nema fengið starfþjálfun hjá Rafholti og í framhaldi lokið sveinsprófi í rafvirkjun.
Við höfum alltaf reynt að undirbúa okkar fólk vel og td. boðið upp á námskeið í töflusmíði stuttu fyrir próf.
Einnig höfum við boðið upp á upprifjun í rafmagsfræði fyrir þá sem þess óska.
Nú höfum við bætt um betur og sett upp bás sem er nákvæm eftirmynd bása sem notaðir eru við sveinsprófin hjá Rafmennt.
Allir nemar hafa nú aðgang að æfingaaðstöðu hjá Rafholti og geta æft sig í töflusmíði og lagnavinnu fyrir sveinspróf.