Skip to main content

Rafholt

Rafholt var stofnað árið 2002 og er í dag einn af stærri atvinnurekendum rafverktöku á Íslandi með um 130 starfsmenn og verktaka á sínum snærum. Fyrirtækið er framsækið og starfar jafnt á útboðsmarkaði og í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi árangur eru leiðarljós fyrirtækisins. Starfsmenn fá heita máltíð í hádeginu að eigin vali og vinnuviku líkur í hádeginu á föstudögum. Öflugt starfsmannafélag er starfrækt innan fyrirtækisins og er aðstaða starfsmanna öll hin glæsilegasta. Árshátíðir og aðrar skemmtanir Rafholts eru metnaðarfullar og farið er reglulega erlendis með allan hópinn.

Hjá Rafholt ehf. starfa rafvirkjar, tæknimenn og verkfræðingar með áratuga reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði tölvu-, innbrots-, bruna-, loftræsti- og hússtjórnarkerfa. Rafholt býr yfir sértækum tæknibúnaði og gæðavottunum á sviði almennra raflagna, ljósleiðaratenginga og fjarskiptakerfa. Hjá okkur starfa sérfræðingar í ljósleiðaratengingum og í smíðum á töflu- og stýriskápum. Við mælingar notum við aðeins besta mögulega búnað og í lok allra verkefna skilum við af okkur ítarlegri skýrslu um öll loftnets-, tölvu-, ljósleiðara- og raflagnakerfi. Rafholt starfar eftir gæðavottunarkerfi Samtaka Iðnaðarins og Mannvirkjastofnunar.

Verksvið

Deildir fyrirtækisins eru þrjár talsins og skiptast niður í, almenna-, smáspennu- og þjónustudeild. Starfsstöðvar má finna bæði á Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.

Almenn deild sinnir stærri og lengri verkefnum ss. uppsteypuverkefnum og nýlögnum. Smáspennudeild Rafholts sinnir flestum tæknilegri verkefnum fyrirtækisins. Deildin býr yfir mikilli reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði fjarskipta og smáspennu. Þjónustudeild sinnir þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Rafholt býður upp á nokkrar tegundir þjónustusamninga fyrir fyrirtæki þar sem hægt er að skilgreina neyðarstig fyrir sólarhringsþjónustu rafvirkja. Þjónustusamningar tryggja að fyrirtæki fá forgang í þjónustu og stuttan viðbragðstíma.

Eigendur

Eigendur Rafholts eru Helgi I. Rafnsson framkvæmdastjóri, Grétar Magnússon stjórnarformaður, Vilhjálmur M. Vilhjálmsson löggiltur rafverktaki, Borgþór Grétarsson tækni- og þjónustustjóri, Jóhann R. Júlíusson yfirmaður smáspennudeildar og Rúnar Kjartan Jónsson yfirverkstjóri á Suðurnesjum.