Skip to main content

Umhverfis- og sjálfbærnistefna

og samfélagsleg ábyrgð

 

Rafholt leggur metnað sinn í að starfa í sátt við umhverfið og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Rafholt mun leitast við að lágmarka skaðleg umhverfisáhrif af starfseminni við rekstur og innkaup með endurnýtingu og orkusparnaði þar sem því verður við komið. Minni orkunotkun og minni losun skaðlegra lofttegunda og úrgangsefna verði höfð að leiðarljósi við val á bifreiðum og hagræðingu í ferðum á vegum fyrirtækisins. Umhverfisstefna fyrirtækisins skal endurskoðuð reglulega með umbætur í umhverfismálum í huga.

Rafholt leggur áherslu á að viðhalda góðum stjórnarháttum með sjálfbærni að leiðarljósi og skapa þannig umbætur og velmegun í samfélaginu.

Rafholt hefur haft að leiðarljósi að styrkja samfélagsleg málefni eins og góðgerðarmál og íþróttafélög og mun halda því áfram.

Umhverfisstefna

Við leggjum áherslu á að vera meðvituð um umhverfismál og leitumst við að draga úr umhverfisáhrifum með margvíslegum hætti.

Flokkun úrgangs:
Rafholt hefur gert viðeigandi ráðstafanir til að flokka og nýta úrgang sem möguleikar eru á að endurnýta á einhvern hátt. Framtíðarmarkmið er að virkja alla starfsmenn á þeim starfsstöðvum sem því verður viðkomið að flokka.

Rafholt leggur áherslu á að;

  • bylgjupappír og annar pappír sé flokkaður og settur í viðeigandi tunnu,
  • plastumbúðir sé flokkaðar og settar í viðeigandi tunnu,
  • matarleifar og annar lífrænn úrgangur sé flokkaður og settur í viðeigandi tunnu,
  • blandaður úrgangur fari í þar til gerða tunnu,
  • áldósum, plast- og glerflöskum sé safnað saman og skilað til endurvinnslu, og að
  • spilliefnum, eins og t.d. prenthylkjum, rafhlöðum og öðru sem inniheldur varasöm efni sé skilað á viðeigandi móttökustað.
  • endurnýta allan jarðmálm sem fellur til við framleiðslu á verkstæði og verkstöðum.

Orkunotkun:

Stefnt að minni orkunotkun og losun úrgangsefna.

Rafholt leggur áherslu á að;

  • slökkva ljós og stöðva rafmagnstæki þegar ekki er verið að nota þau,
  • hafa umhverfisvernd að leiðarljósi við innkaup og rekstur bifreiða, og að
  • starfsmönnum standi til boða hádegisverður á eða nálægt vinnustað til að draga úr ferðatíma á vinnutíma.

Nærumhverfi:

Rafholt leggur áherslu á að;

  • takmarka notkun hreinsiefna og þar sem því verður viðkomið nota vistvænni efni,
  • halda umhverfi fyrirtækisins og öllum starfsstöðvum snyrtilegum utan sem innandyra og að
  • umhverfissjónarmið séu eðlilegur hluti af starfsemi fyrirtækisins.

Sjálfbærnistefna og samfélagsleg ábyrgð

Rafholt leggur áherslu á að viðhalda góðum stjórnarháttum með sjálfbærni að leiðarljósi og skapa þannig umbætur og velmegun í samfélaginu.

Áhersla er lögð á fjögur af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: heilsu og vellíðan, jafnrétti kynjanna, góða atvinnu og hagvöxt, og ábyrga neyslu og framleiðslu.

Starfsmenn Rafholts eru um 130, konur eru í minnihluta sem skýrist af kynjasamsetningu í stéttinni. Rafholt leggur metnað í að starfsfólki líði vel í vinnunni og að góður starfsandi og samkennd einkenni vinnustaðinn. Rafholt hefur sett sér stefnu um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustað og viðbragðáætlun ef slík mál koma upp. Rafholt hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og heimild frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.

Rafholt er 21 árs framsækið fyrirtæki sem hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum. Rafholt hefur verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo í fjölda ára og stefnir á að vera þar áfram. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.

Rafholt leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Samfélagsverkefni okkar beinast aðallega að því sem tengist starfsemi fyrirtækisins beint og varðar einkum starfsfólk, viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila. Við styðjum jafnframt önnur verkefni sem stuðla að betra samfélagi, má þar nefna ýmiss góðgerðarmál og styrki til íþróttafélaga.