Skip to main content

Almennar raflagnir

Kjarnastarfssemi Rafholts felst í að sinna verkefnum á sviði almennra raflagna. Um 100 starfsmenn standa vaktina daglega í uppsteypu, útdrætti og tengingum í fjölmörgum langtímaverkefnum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.

Reynsla og þekking eigenda og starfsmanna Rafholts af almennum raflögnum og því ferli sem fylgir almennum framkvæmdum er einn af hornsteinum góðs orðspors fyrirtækisins á markaði. Með Rafholt innanborðs er tryggt að raflagnahluti verður kláraður í samræmi við nýjustu staðla og af fullkominni ábyrgð og áhuga.

Smáspenna

Smáspennudeild sinnir verkefnum á öllum sviðum fjarskipta og smáspennu. Deildin hefur yfir að ráða nýjasta búnaði í heimi fjarskiptamælinga og ljósleiðaratenginga. Ekkert verk er of flókið og staðsetning verkefna skiptir ekki máli.

Rafholt er þjónustuaðili Mílu, Sýnar og Símafélagsins á Suðurnesjum. Innan fjarskiptadeildar er rekin loftnetadeild sem sinnir verkefnum fyrir fjarskiptafyrirtæki. Deildin vinnur náið með öllum fjarskiptafyrirtækjunum og stuðlar að hagkvæmni í rekstri farsímakerfa. Í tækjabúri deildarinnar má finna breytta fjallabíla, vélsleða og sértækan búnað til vinnu í möstrum og á fjöllum.

Þjónustudeild

Þjónustusamningar tryggja hraða afgreiðslu og skipulagða úrvinnslu. Þjónustustjórar sjá til þess að verkefnum er forgangsraðað og þau unnin hratt og örugglega.

Þjónustusamningar Rafholts gera fyrirtækjum og einstaklingum kleift að hafa greiðan aðgang að starfsmönnum fyrirtækisins allan sólarhringinn, allan ársins hring.