Kjarnastarfssemi Rafholts felst í að sinna verkefnum á sviði almennra raflagna. Um 100 starfsmenn standa vaktina daglega í uppsteypu, útdrætti og tengingum í fjölmörgum langtímaverkefnum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.
Reynsla og þekking eigenda og starfsmanna Rafholts af almennum raflögnum og því ferli sem fylgir almennum framkvæmdum er einn af hornsteinum góðs orðspors fyrirtækisins á markaði. Með Rafholt innanborðs er tryggt að raflagnahluti verður kláraður í samræmi við nýjustu staðla og af fullkominni ábyrgð og áhuga.