Rafholt stofnað árið 2002

Rafholt var stofnað árið 2002 á grunni rótgróinna fyrirtækja af gamla Varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Hjá Rafholti starfa rafvirkjar, tæknimenn og verkfræðingar með áratuga reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði tölvu-, innbrots-, bruna-, og loftræstikerfa ásamt því að búa yfir sértækum tæknibúnaði og gæðavottunum á sviði almennra raflagna, ljósleiðaratenginga og fjarskiptakerfa. 

Um okkur

Verkefnin okkar

Hotel

The Retreat at Blue Lagoon

The Retreat at Blue Lagoon er 5 stjörnu hótel í eigu Bláa Lónsins. Verkefnið fól í sér stækkun á upplifunarsvæði lónsins, byggingu hótels, veitingastaðar og heilsulind. Verkefnið hófst árið 2014 og lauk sumarið 2018.

Tónlistarhús

Harpa tónlistarhús

Harpa er tónlistar- og ráðstefnumiðstöð í eigu okkar íslendinga. Húsið var tekið í notkun í maí 2011 en framkvæmdir stóðu yfir frá 2007 með hléum. Verkefnið fól í sér öll hússtjórnarkerfi og lýsingu í hjúp. Hússtjórnarkerfi Hörpu vann Rafholt í samstarfi við Iðnaðartækni ehf.

Gagnaver

Verne Global

Verne Global er gagnaver staðsett á gamla varnarliðsvæðinu í Keflavík. Verkefnið fól í sér allar almennar raflagnir í þriðja og fjórða áfanga gagnaversins. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk 2018.

Skrifstofur

Sýn - Suðurlandsbraut 8

Suðurlandsbraut 8 er í eigu Eikar fasteignafélags og er í dag nýjar höfuðstöðvar Sýnar hf. Verkefnið fól í sér endurbætur á öllum hæðum byggingarinnar samkvæmt kröfum Sýnar. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk sumarið 2018.