Skip to main content

8. október 2019

Rafholt tengdi í þann 26. september þúsundasta heimilið í Reykjanesbæ við ljósleiðara Mílu. Það voru íbúar að Grjótási 5 sem fengu þann heiður að fá þúsundustu tenginguna og fengu við það tilefni gjafabréf á veitingastað í Reykjanesbæ og blómvönd frá starfsmönnum Rafholts.

Rafholt hóf tengingar á ljósleiðara Mílu á Reykjanesi í október 2017. Í dag eru 70-100 heimili tengd við ljósleiðarann á mánuði. Búið er að ljósleiðaravæða 15-20% af Reykjanesbæ og stefnt á að klára ljósleiðaravæðingu á næstu tveimur til þremur árum.