Iceland Parliament Hótel við Austurvöll er nýtt glæsilegt hótel í keðju Curio by Hilton og rekið af Iceland Hotel Collection. Fyrstu gestir dvöldust þar um áramótin 2022-2023 og markaði það tímamót í verkefni sem hófst 2015. Þegar framkvæmdum lýkur að þá mun hótelið telja 168 herbergi.
The Retreat at Blue Lagoon er 5 stjörnu hótel í eigu Bláa Lónsins. Verkefnið fól í sér stækkun á upplifunarsvæði lónsins, byggingu hótels, veitingastaðar og heilsulind. Verkefnið hófst árið 2014 og lauk sumarið 2018.
Harpa er tónlistar- og ráðstefnumiðstöð í eigu okkar íslendinga. Húsið var tekið í notkun í maí 2011 en framkvæmdir stóðu yfir frá 2007 með hléum. Verkefnið fól í sér öll hússtjórnarkerfi og lýsingu í hjúp. Hússtjórnarkerfi Hörpu vann Rafholt í samstarfi við Iðnaðartækni ehf.
Suðurlandsbraut 8 er í eigu Eikar fasteignafélags og er í dag nýjar höfuðstöðvar Sýnar hf. Verkefnið fól í sér endurbætur á öllum hæðum byggingarinnar samkvæmt kröfum Sýnar. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk sumarið 2018.
Verne Global er gagnaver staðsett á gamla varnarliðsvæðinu í Keflavík. Verkefnið fól í sér allar almennar raflagnir í þriðja og fjórða áfanga gagnaversins. Verkefnið hófst árið 2016 og lauk 2018.