Skip to main content

Afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun fór fram við hátíðlega athöfn á Grandhótel þann 13. maí síðastliðinn.

105 rafvirkjar, 1 rafveituvirki og 13 rafeindavirkjar luku sveinsprófunum að þessu sinni. Þar af voru sjö starfsmenn Rafholts sem tóku á móti sveinsbréfi í rafvirkjun, þau Arnór Ingi Guðjónsson, Einar Thorlacius Magnússon, Ingvar Björnsson, Máney Eva Einarsdóttir, Marel Sólimann Arnarson, Róbert Árni Halldórsson og Steinar Þór Ómarsson. Þess má geta að Steinar Þór fékk verðlaun frá Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) fyrir skriflegan árangur í rafvirkjun og einnig frá Samtökum rafverktaka (SART) fyrir heildarárangur í rafvirkjun.

Við hjá Rafholti erum stolt af okkar fólki og óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.

Myndir og nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vef Rafmenntar: Afhending sveinsbréfa 2023 | Rafmennt