Skip to main content

Í upphafi árs 2018 gerði Rafholt verksamning vegna raf- og tölvulagna í Grósku hugmyndahúsi sem stendur við Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Um var að ræða allar lagnir í bílakjallara og sameign ásamt stofnlögnum að öllum rýmum hússins.

Í framhaldi voru gerðir samningar varðandi lokafrágang í flestum rýmum hússins. Verkinu var að mestu lokið í ársbyrjun 2023 og hefur starfsfólk Rafholts staðið vaktina í fimm ár.

Byggingin er 17.500 m2 og er á fjórum hæðum auk bílakjallara.

Gróska hugmyndahús er í nágrenni við Háskóla Íslands og er tilgangur hússins að stuðla að nýsköpun hvort sem er innan hússins eða í samvinnu við háskólasamfélagið.