Skip to main content

Í maí 2023 var jafnlaunakerfi Rafholts vottað af vottunaraðilanum iCert og mars 2024 fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Rafholt uppfyllir áfram kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Úttektarstjóri mælir, að lokinni viðhaldsúttekt, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Rafholt innan hins tilgreinda gildissviðs, „allir starfsmenn Rafholt ehf.“

Við hjá Rafholt ehf. erum stolt að því að fyrri úttekt vottunarinnar sé í höfn enda leggjum við metnað okkar í að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar.